STARFSMENN Íslandspósts eru nú að læsa póstkössum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu til að verjast skemmdarvörgum með flugeldasprengjur um áramótin.

STARFSMENN Íslandspósts eru nú að læsa póstkössum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu til að verjast skemmdarvörgum með flugeldasprengjur um áramótin.

Læsingin virkar þannig að hægt er að koma einu bréfi ofan í kassann í einu en ekki opna hann það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum ofan í. Reiknað er með að póstkassarnir verði ekki opnaðir aftur fyrr en um miðjan janúar.