FERÐAFÉLAG Íslands og Útivist standa fyrir blysgöngu í dag, föstudaginn 29. desember. Gangan hefst við Nauthól kl. 18.30 og verður gengið í gegnum skóginn í Öskjuhlíð að Perlunni þar sem Landsbjörg stendur fyrir flugeldasýningu.

FERÐAFÉLAG Íslands og Útivist standa fyrir blysgöngu í dag, föstudaginn 29. desember. Gangan hefst við Nauthól kl. 18.30 og verður gengið í gegnum skóginn í Öskjuhlíð að Perlunni þar sem Landsbjörg stendur fyrir flugeldasýningu.

Í upphafi göngu verða göngumönnum gefin blys. Útikertaljós munu lýsa upp göngustíginn í skóginum. Von er á góðum gestum í gönguna, jólasveinum og hugsanlega Grýlu eða Leppalúða sem munu bregða á leik fyrir unga fólkið. Söngelskir göngumenn verða með í för og verða sungin íslensk jólalög.

Fararstjórar verða bæði frá FÍ og Útivist. Fararstjóri frá FÍ er Leifur Þorsteinsson og Gunnar Hólm frá Útivist.