Forsýning Aðalleikari Kaldrar slóðar, Þröstur Leó Gunnarsson, tekur hér í höndina á Kristni Þórðarsyni, sem er annar höfundur myndarinnar, við komuna í Smárabíó í gærkvöldi.
Forsýning Aðalleikari Kaldrar slóðar, Þröstur Leó Gunnarsson, tekur hér í höndina á Kristni Þórðarsyni, sem er annar höfundur myndarinnar, við komuna í Smárabíó í gærkvöldi. — Morgunblaðið/ÞÖK
ÍSLENSKA kvikmyndin Köld slóð var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi.

ÍSLENSKA kvikmyndin Köld slóð var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. Aðstandendur myndarinnar og aðrir gestir mættu til að berja myndina augum en nokkurrar eftirvæntingar gætti meðal forsýningargesta sem augljóslega voru spenntir að sjá afraksturinn á hvíta tjaldinu.

Köld slóð er sakamálasaga um blaðamanninn Baldur sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt andlát öryggisvarðar í virkjun en sá látni er faðir hans.

Höfundar myndarinnar eru Kristinn Þórðarson og Björn Brynjúlfur Björnsson og með helstu hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Anita Briem, Helgi Björnsson og Elva Ósk Ólafsdóttir.