HLJÓMSVEITIN Á móti sól leikur á stórdansleik á Broadway annað kvöld, laugardaginn 30. desember.

HLJÓMSVEITIN Á móti sól leikur á stórdansleik á Broadway annað kvöld, laugardaginn 30. desember. Með hljómsveitinni kemur fram sérstakur Rockstar-gestur "sem ekki vill láta nafns síns getið en er frekar lágvaxin dama með ótrúlega sönghæfileika," að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ballið verður síðasta ball hljómsveitarinnar um óákveðinn tíma þar sem söngvarinn, Magni Ásgeirsson, er á leiðinni til Bandaríkjanna til að hita upp fyrir Rockstar Supernova hljómsveitina.