LANDSBANKINN og önnur aðildarfyrirtæki Lífeyrissjóðs bankamanna hafa undirritað samning um lausn á rekstrarvanda hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna, segir í tilkynningu til Kauphallar.

LANDSBANKINN og önnur aðildarfyrirtæki Lífeyrissjóðs bankamanna hafa undirritað samning um lausn á rekstrarvanda hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna, segir í tilkynningu til Kauphallar.

Landsbankinn hefur þegar lagt fyrir fjárhæð sem nægir til greiðslu þess kostnaðar sem af samningnum hlýst.

Samningurinn er sagður eyða óvissu um kröfur hlutfallsdeildar á hendur Landsbankanum en hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu bankans á fjórða ársfjórðungi.