Jólaútsalan hjá Harrods í London hófst í morgun klukkan níu og var það bandaríska leikkonan Eva Longoria sem opnaði útsöluna ásamt Mohamed Al Fayed , eiganda verslunarinnar.

Jólaútsalan hjá Harrods í London hófst í morgun klukkan níu og var það bandaríska leikkonan Eva Longoria sem opnaði útsöluna ásamt Mohamed Al Fayed , eiganda verslunarinnar. Viðskiptavinir biðu í röð fyrir utan, en reiknað er með að um eitt hundrað þúsund manns komi á útsöluna að þessu sinni.

Útsölur hófust reyndar í flestum verslunum í Bretlandi í gær, og mun hafa verið rífandi gangur á þeim flestum. Útsölurnar eru mikilvægar fyrir margar verslanir sem ekki hafa gengið vel síðan í haust. Fjármálaskýrendur spáðu því að salan fyrir jólin yrði einhver sú dræmasta í aldarfjórðung.

Fréttavefur BBC hafði eftir viðskiptavini að hann ætlaði vissulega að skoða eitthvað af fötum, en fyrst og fremst væri hún á höttunum eftir aukahlutum frá frægum hönnuðum.