VIÐRÆÐUR standa nú yfir um kaup OMX , sem rekur norrænu kauphallirnar og þar á meðal kauphöllina hér á landi, á kauphöllinni í Ljubljana í Slóveníu .
VIÐRÆÐUR standa nú yfir um kaup OMX , sem rekur norrænu kauphallirnar og þar á meðal kauphöllina hér á landi, á kauphöllinni í Ljubljana í Slóveníu . Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að viðræðurnar snúist um hvernig OMX geti stuðlað að aukinni virkni og sýnileika slóvensku kauphallarinnar. Er rætt um mögulega yfirtöku eða annars konar samstarf. Hefur OMX þegar lagt fram yfirtökutilboð í kauphöllina í Ljubljana en svar hafði ekki borist í gær.