[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HVÍTIR kjólar voru áberandi á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð og líklegt er að sú tíska haldi áfram, ef marka má sýningu Valentino á hátískuviku í París. Í vikunni sýna hönnuðir hátísku komandi vors- og sumars.

HVÍTIR kjólar voru áberandi á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð og líklegt er að sú tíska haldi áfram, ef marka má sýningu Valentino á hátískuviku í París. Í vikunni sýna hönnuðir hátísku komandi vors- og sumars.

Valentino var með léttleikandi kjóla vel við hæfi rauða dregilsins. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann leitar með þessum hætti í hvíta litinn. Árið 1968 voru eingöngu hvít föt í einni sýningu hans en það var árið sem hann hannaði brúðarkjól Jackie Kennedy fyrir brúðkaup hennar og Ari Onassis.

Meðfylgjandi myndir voru allar teknar á sýningunni, sem fram fór í háborg tískunnar á mánudag.