SAMKOMULAG náðist í gær á milli Félags deildardómara í knattspyrnu og Knattspyrnusambands Íslands og undirrituðu aðilar samning sem gildir næstu þrjú keppnistímabil.

SAMKOMULAG náðist í gær á milli Félags deildardómara í knattspyrnu og Knattspyrnusambands Íslands og undirrituðu aðilar samning sem gildir næstu þrjú keppnistímabil.

"Þetta er fínn samningur, bæði fyrir okkur dómara og eins KSÍ held ég," sagði Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari í samtali við Morgunblaðið í gær. "Það var komið til móts við óskir okkar, bæði hvað varðar launakröfur og ýmislegt annað sem viðkemur dómgæslu," sagði Kristinn í gær.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, undirritaði samninginn fyrir hönd KSÍ og sagði hann gott að málið væri komið í höfn. "Það náðist lending í þessu í dag og við erum að sjálfsögðu ánægðir með það," sagði Geir.