Bolungarvík | "Það er rok, rog ég ræ ekki...hvað geri ég þá?" Þetta er yfirskrift íbúaþings sem ákveðið hefur verið að efna til í Bolungarvík 10. febrúar nk. Boðað er til íbúaþingsins í tengslum við aðalskipulagsgerð.

Bolungarvík | "Það er rok, rog ég ræ ekki...hvað geri ég þá?" Þetta er yfirskrift íbúaþings sem ákveðið hefur verið að efna til í Bolungarvík 10. febrúar nk.

Boðað er til íbúaþingsins í tengslum við aðalskipulagsgerð. Tilgangurinn er að íbúarnir komi saman og ræði hugmyndir um þróun sveitarfélagsins á næstu árum. Yfirskriftin vísar til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum á svæðinu. Því verður velt upp hvaða tækifæri liggja til dæmis í búsetukostum, náttúru og mannlífi.

Íbúaþingið verður í íþróttamiðstöðinni Ábæ og stendur frá kl. 10 til 17.