[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Leiðtogar sértrúarsafnaðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera "hinn útvalda" er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

Leiðtogar sértrúarsafnaðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera "hinn útvalda" er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

David Miscavige , sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesús um víða veröld og taki að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Heimildarmaður sem þekkir Cruise vel sagði við breska blaðið The Sun : "Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesús."

Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes , hefur einnig snúist til vísindatrúar.

Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna.

Svo bregðast krosstré sem önnur tré! Nú hefur breski erkipiparsveinninn Hugh Gran t gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að stofna fjölskyldu.

"Ég man eftir því þegar ég las ummæli Warren Beatty um það þegar hann eignaðist loks börn og hvílíkur léttir það hafi verið þegar líf hans hætti að snúast um hann, hann, hann," segir Grant í viðtali við breska tímaritið Vogue . "Eins annt og mér er um sjálfan mig þá er ég mjög áhugasamur um að eignast einhvern til að elska enn meira."

Aðalmeðferð í máli sem popparinn Michael Jackson hóf gegn leiguflugfélagi hófst í gær. Jackson hefur sakað starfsmenn Xtra Jet um að hafa með leynd tekið upp samræður sem hann átti við lögmann sinn þegar þeir voru að fljúga með félaginu til Santa Barbara árið 2003.

Jackson var að fljúga frá Las Vegas til Santa Barbara til þess að gefa sig fram vegna ákæra er vörðuðu misnotkun á börnum.

Lögmenn beggja aðila í málinu afsöluðu sér réttinum á að kviðdómendur myndu kveða upp dóm í málinu. Í staðinn mun því dómari hjá yfirdómi Los Angeles gera það.

Samkvæmt því sem fram kemur í slúðurtímaritinu People virðist sem Cameron Diaz ætli að vera nokkuð fljót að ná sér eftir að uppúr slitnaði hjá henni og Justin Timberlake . Cameron slappar þessa dagana af á ströndum Hawaii ásamt brimbrettameistaranum Kelly Slater . Haft er eftir heimildarmanni blaðsins: "Einhver sá Kelly með virkilega flottri píu í bílnum hjá sér og þegar við athuguðum málið betur kom í ljós að það var hún. Þau voru bara á rúntinum."

Kelly er reyndar ekki óvanur því að rúnta með frægum skvísum því hann hefur áður sést í slagtogi með Pamelu Anderson og ofurmódelinu Gisele Bundchen .