8. október 1993 | Innlendar fréttir | 128 orð

Nýtt forrit fyrir neyt endalán

Nýtt forrit fyrir neyt endalán FYRIRTÆKIÐ Menn og mýs hf. hefur sett á markað nýtt forrit, Trygg, sem vinnur úr upplýsingum um neytendalán. Með forritinu er unnt að reikna út greiðslubyrði, heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar.

Nýtt forrit fyrir neyt endalán

FYRIRTÆKIÐ Menn og mýs hf. hefur sett á markað nýtt forrit, Trygg, sem vinnur úr upplýsingum um neytendalán. Með forritinu er unnt að reikna út greiðslubyrði, heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir hjá fyrirtækjum sem veita neytendalán samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um mánaðamótin.

Forritið skrifar út sérstakt fylgiskjal með lánssamningi sem lánveitandi og lánþegi geta undirritað til að staðfesta sameiginlegan skilning á kjörum og greiðslubyrði. Þar er að finna upplýsingar um heildarlántökukostnað, árlega hlutfallstölu kostnaðar, sundurliðun afborgana og lánskjör, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu.

Nýtt forrit

Fyrirtækið Menn og mýs hf. hefur hannað nýtt forrit fyrir útreikning neytendalána. Á myndinni er Sigurður Ragnarsson, einn af höfundum forritsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.