21. mars 2007 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Flake vill vera áfram

Darrell Flake
Darrell Flake
"ÉG held að við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Í upphafi leiks voru Grindvíkingar sterkari en við og það tók einfaldlega of mikla orku að vinna upp 20 stiga forskot þeirra.
"ÉG held að við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Í upphafi leiks voru Grindvíkingar sterkari en við og það tók einfaldlega of mikla orku að vinna upp 20 stiga forskot þeirra. Ég hef aldrei kvartað yfir dómgæslu og ætla ekki að fara að byrja á því núna. Það er óvíst hvað tekur við hjá mér núna en ég hef áhuga á því að leika áfram á Íslandi og sækja um ríkisborgararétt," sagði Darrell Flake, miðherji Skallagríms, en þetta er þriðja tímabil hans á Íslandi. Hann lék með KR 2002–2003 og með Fjölni í fyrra. "Íslenska deildin er sterk og sá leikstíll sem íslensk lið leggja áherslu á hentar mér mjög vel. En það er ekkert ákveðið um framtíð mína og ég þarf að ræða við fjölskylduna um framhaldið," sagði Darrell Flake en hann skoraði 31 stig í gær.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.