27. maí 2007 | Bókmenntir | 161 orð | 1 mynd

Gyrðir hættur hjá Eddu eftir 23 ár

Gyrðir Elíasson.
Gyrðir Elíasson. — Morgunblaðið/Einar Falur
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GYRÐIR Elíasson rithöfundur hefur sagt skilið við Eddu útgáfu og gengið til liðs við útgáfuna Uppheima á Akranesi. "Eftir langan tíma fannst mér kominn tími til að breyta til.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson

jbk@mbl.is

GYRÐIR Elíasson rithöfundur hefur sagt skilið við Eddu útgáfu og gengið til liðs við útgáfuna Uppheima á Akranesi. "Eftir langan tíma fannst mér kominn tími til að breyta til. En auðvitað fer maður ekki alveg sáttur, maður breytir ekki til bara sísvona," segir Gyrðir, sem vill þó ekki tilgreina í hverju óánægja hans felst.

Gyrðir hefur verið hjá Eddu frá árinu 1984, eða í 23 ár, lengur en flestir aðrir. "Ég held að ég sé bara að verða einn af þeim sem eru búnir að vera hvað lengst," segir hann, og bætir við að eftir hann liggi hátt í þrjátíu bækur hjá útgáfunni, með þýðingum.

Aðspurður segir Gyrðir það hafa legið beinast við að fara til Uppheima. "Það er vaxandi forlag og kröftugur útgefandi sem ég hef trú á og langaði til að reyna fyrir mér hjá," segir hann.

Fyrsta bók Gyrðis hjá nýju útgáfunni kemur út í haust, en þar verður á ferðinni stutt skáldsaga.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.