BROTIST var inn í apótek í austurborginni aðfaranótt laugardags, þar unnar skemmdir og lyfjum stolið, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Öryggisverðir fóru á staðinn eftir að viðvörunarbjalla fór í gang og kölluðu þeir eftir aðstoð...
BROTIST var inn í apótek í austurborginni aðfaranótt laugardags, þar unnar skemmdir og lyfjum stolið, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Öryggisverðir fóru á staðinn eftir að viðvörunarbjalla fór í gang og kölluðu þeir eftir aðstoð lögreglumanna. Skömmu síðar var ungur maður handtekinn sem hafði neytt efna í miklum mæli, og leikur grunur á að maðurinn sé innbrotsþjófurinn sem var að verki.

Talið er að hann hafi innbyrt hin stolnu lyf í miklu magni og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans til að láta dæla þeim upp úr honum. Lögreglan rannsakar málsatvik nánar.