27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð

Brotist inn í apótek

BROTIST var inn í apótek í austurborginni aðfaranótt laugardags, þar unnar skemmdir og lyfjum stolið, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Öryggisverðir fóru á staðinn eftir að viðvörunarbjalla fór í gang og kölluðu þeir eftir aðstoð...
BROTIST var inn í apótek í austurborginni aðfaranótt laugardags, þar unnar skemmdir og lyfjum stolið, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Öryggisverðir fóru á staðinn eftir að viðvörunarbjalla fór í gang og kölluðu þeir eftir aðstoð lögreglumanna. Skömmu síðar var ungur maður handtekinn sem hafði neytt efna í miklum mæli, og leikur grunur á að maðurinn sé innbrotsþjófurinn sem var að verki.

Talið er að hann hafi innbyrt hin stolnu lyf í miklu magni og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans til að láta dæla þeim upp úr honum. Lögreglan rannsakar málsatvik nánar.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.