Hrannar Björn Arnarsson
Hrannar Björn Arnarsson
HRANNAR Björn Arnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og hefur störf 1. júlí.

HRANNAR Björn Arnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og hefur störf 1. júlí.

Hrannar Björn er 39 ára, stúdent frá MH, með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og stundar MBA-nám við HÍ. Hrannar var m.a. borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og forseti Skáksambands Íslands. Hrannar Björn er kvæntur Heiðu Björgu Hilmisdóttur næringarrekstrarfræðingi, forstöðumanni á LSH, og eiga þau þrjú börn.