27. október 2007 | Blaðaukar | 214 orð | 1 mynd

Besta jólahlaðborðið þegar ég var frjáls undan ævilangri áþján

Stemmning Það er misjafnt frá ári til árs hvort Anna Kristjánsdóttir fari á jólahlaðborð en hátíðarstemmning finnst henni mest á Þorláksmessu.
Stemmning Það er misjafnt frá ári til árs hvort Anna Kristjánsdóttir fari á jólahlaðborð en hátíðarstemmning finnst henni mest á Þorláksmessu. — Morgunblaðið/Guðrún Vala
Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur hefur farið á mörg jólahlaðborð en segir það misjafnt frá ári til árs hvort hún fari. "Það er haldið jólahlaðborð í vinnunni minni einu sinni á ári, en ég fer þó fremur sjaldan.
Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur hefur farið á mörg jólahlaðborð en segir það misjafnt frá ári til árs hvort hún fari. "Það er haldið jólahlaðborð í vinnunni minni einu sinni á ári, en ég fer þó fremur sjaldan.

–Hvernig velur þú hvert þú ferð á jólahlaðborð?

"Það eru aðrir aðilar sem velja jólahlaðborðið, eins og áður segir, en mitt að ákveða hvort ég vilji vera með."

–Hvað er mikilvægast, maturinn og þjónustan eða stemningin og félagsskapurinn?

"Mér finnst allt mikilvægt, ekki síst þjónustan sem getur gert jólahlaðborðið að hátíðarstundu ef hún er góð, en rústað því ef hún er slæm."

–Kemur jólahlaðborð þér í jólaskap?

"Nei, jólahlaðborðið kemur mér ekki í hátíðarskap. Ég kemst yfirleitt ekki í hátíðarskap fyrr en í stemningunni í miðbænum að kvöldi Þorláksmessu, þó með því skilyrði að ég sé á frívakt þá um kvöldið, annars ekki fyrr en á aðfangadagskvöld þegar klukkurnar byrja að hringja inn jólin."

–Eftirminnilegt jólahlaðborð eða minning sem tengist því?

"Skemmtilegasta jólahlaðborðið sem ég hefi farið á var haldið í Gamla stan í Stokkhólmi fyrir jólin 1995. Þá fór öll vaktin mín í þáverandi vinnunni minni saman niður í bæ og við skemmtum okkur frameftir nóttu. Kannski var stemningin svona góð sökum þess að þetta voru fyrstu jólin sem mér fannst ég vera frjáls frá ævilangri áþján."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.