Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Engin völva Efnahagsmál voru þingmönnum mjög hugleikin á fyrsta þingfundi eftir páskahlé í gær og Guðjón A. Kristjánsson , Frjálslyndum, var hissa á því að hvorki fjármálaráðherra né greiningardeildir bankanna hefðu séð fyrir það ástand sem nú er uppi.

Engin völva

Efnahagsmál voru þingmönnum mjög hugleikin á fyrsta þingfundi eftir páskahlé í gær og Guðjón A. Kristjánsson , Frjálslyndum, var hissa á því að hvorki fjármálaráðherra greiningardeildir bankanna hefðu séð fyrir það ástand sem nú er uppi. „Þetta eru miklar sviptingar á ekki lengri tíma og furðulegt að upplifa það að engin greiningardeild í bankakerfinu gæti varað við þessari þróun né heldur fjármálaráðuneytið,“ sagði Guðjón.

Samfylkingin þegi

Steingrímur J. Sigfússon , VG, var ósáttur við sundurleysistal ríkisstjórnarinnar og taldi mögulegt að semja þyrfti við Samfylkinguna um að hún talaði ekki um efnahagsmál í hálft ár, eða á meðan tökum væri náð á ástandinu. Þótti honum undarlegt að viðskiptaráðherra skyldi að afloknum ríkisstjórnarfundi fyrir helgi hafa sagst telja koma til greina að tengja gengi krónunnar við evru. Það hefði hins vegar ekki verið rætt á fundinum.

Frumvarpið samþykkt

Stofnfrumufrumvarp heilbrigðisráðherra var samþykkt á Alþingi í gær en það felur m.a. í sér að heimilt verði að nota umframfósturvísa til að búa til stofnfrumulínur . Þær geta síðan nýst til lækninga eða til að afla þekkingar í líf- og læknisfræði.

Palermó fullgiltur

Palermó-samningur Sameinuðu þjóðanna verður fullgildur hér á landi ef þingsályktunartillaga utanríkisráðherra verður samþykkt en Ísland undirritaði samninginn með fyrstu ríkjum árið 2000. Megintilgangurinn er að berjast gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi en til þess þarf m.a. að draga úr mismuni á réttarkerfum aðildarríkjanna.

Dagskrá þingsins

Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag með umræðum um störf þingsins og einnig verður rætt um rafræna eignaskráningu verðbréfa og samgönguáætlun.