Frakkar hafa hingað til auðveldlega getað haft ofan af fyrir börnum sínum í bíl með því að fara í leikinn „Þekkir þú héraðið?“. En ekki mikið lengur.

Frakkar hafa hingað til auðveldlega getað haft ofan af fyrir börnum sínum í bíl með því að fara í leikinn „Þekkir þú héraðið?“. En ekki mikið lengur. Á númeraplötum í Frakklandi hefur nefnilega tíðkast að setja sérstakt númer frá 01 upp í 95 aftast, allt eftir því frá hvaða héraði bifreiðin kemur. Þessu verður hins vegar breytt síðar á þessu ári þegar farið verður að framleiða franskar númeraplötur að evrópskri fyrirmynd þar sem skiptast á stafir og tölur. Við þetta mun héraðsnúmerið detta út og það hefur vakið mikla reiði og gremju meðal Frakka.

Vér mótmælum allir

Íbúar níu héraða í landinu hafa nú þegar strengt þess heit að nýju númeraplöturnar fái ekki litið dagsins ljós. Í tveimur þeirra, Vendeé (85) og Pas de Calais (62) hafa íbúar ákveðið að grípa til sinna ráða og ráðgera að framleiða límmiða með héraðsnúmerinu sem þeir vilja láta fylgja öllum bílum sem þar eru seldir. Íbúar Pas de Calais eru einnig farnir af stað með herferðina le 62 c'est nous, eða 62 það erum við, og hengja nú upp veggspjöld með slagorðinu í gríð og erg. Herferðinni stýrir stjórnmálamaðurinn Philippe de Villiers, sem þekktur er sem aristókrati og öfgaþjóðernissinni. Segir hann þessar breytingar vera út í hött og að með þeim sé verið að draga úr sérkennum íbúa hvers héraðs.