Lokað Þak knattspyrnuhúss Grindvíkinga er einangrað og dúkur lagður yfir. Framkvæmdir eru hafnar eftir erfiðan vetur.
Lokað Þak knattspyrnuhúss Grindvíkinga er einangrað og dúkur lagður yfir. Framkvæmdir eru hafnar eftir erfiðan vetur. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Grindavík | Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík er aftur komin á skrið eftir tafir vegna veðurs í vetur. Verið er að loka þaki hússins. Grindavíkurhöllin átti að vera tilbúin til notkunar nú um áramót.

Grindavík | Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík er aftur komin á skrið eftir tafir vegna veðurs í vetur. Verið er að loka þaki hússins.

Grindavíkurhöllin átti að vera tilbúin til notkunar nú um áramót. „Þótt við viljum ráða miklu getum við ekki ráðið við þetta,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Hann sagði að veturinn hefði verið óvenjulega erfiður, mikið rok og rigning. Ekki hefði verið hægt að vinna við að einangra og klæða þak íþróttahússins fyrr en nú. Vegna þess að ekki var hægt að loka þakinu hefur ýmis frágangur innanhúss dregist og ekki verið hægt að leggja gervigrasið.

Framkvæmdir eru nú komnar aftur af stað. „Við bíðum í ofvæni eftir að fá þetta í hús í notkun,“ sagði Ólafur Örn. Leigðir hafa verið tímar í Reykjaneshöllinni fyrir knattspyrnuæfingar. Gervigrasvöllur verður í húsinu ásamt hlaupa- og göngubrautum. Húsið mun því nýtast vel fyrir knattspyrnuna en einnig fleiri greinar og eldri borgarar munu fá þar aðstöðu. Þá mun svigrúm annarra íþróttagreina aukast í eldra íþróttahúsinu þegar knattspyrnuæfingar flytjast þaðan.

Grindavíkurhöllin er um 3500 fermetrar að stærð, 50 sinnum 70 metrar. Kostnaður við bygginguna var áætlaður liðlega 200 milljónir kr. Höllin er á íþróttasvæði Grindvíkinga, austan stúkunnar við íþróttavöllinn.