Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í gær og ekki tókst að koma rafmagni aftur á fyrr en um fimm leytið. Rafmagnið fór af á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, Grafarholti og hluta Grafarvogs.

Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi í gær og ekki tókst að koma rafmagni aftur á fyrr en um fimm leytið. Rafmagnið fór af á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, Grafarholti og hluta Grafarvogs. Bilun varð í háspennustreng við Spöngina sem olli því að Nesjavallalínu sló út og ekki tókst að koma henni aftur í gagnið. Verið var að vinna að viðhaldi á varaleið frá Geithálsi að spennuvirkinu við Korpu og því ekki hægt að koma rafmagni á þá leið. Nánast öll starfsemi lagðist af á svæðinu meðan á rafmagnsleysinu stóð. fr