11. febrúar 1994 | Menningarlíf | 190 orð

Sweeney Todd á Herranótt

Sweeney Todd á Herranótt HERRANÓTT frumsýnir í Tjarnarbæ þann 3. mars nk. leikritið "Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafnargötuna" eftir Christopher Bond.

Sweeney Todd á Herranótt

HERRANÓTT frumsýnir í Tjarnarbæ þann 3. mars nk. leikritið "Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafnargötuna" eftir Christopher Bond.

Herranótt, sem er elsta leikfélag landsins, 271 árs, ræðst að þessu sinni í umfangsmikið verkefni sem er frumflutningur á Íslandi á þessari hrollvekju. Þýðingu annaðist Davíð Þór Jónsson og leikstjóri er Óskar Jónsson. Óskar sér einnig um leikmynd í samvinnu við nemendur Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Sweeney Todd á sér langa hefð í enskri leiklistarsögu og allt frá miðri síðustu öld hafa verið gerðar um hann ótal leikgerðir sem og kvikmynd og söngleikur.

Í kynningu segir: "Leikgerð Bonds er gamanleikur, prýddur blóðslettum og rómantík. - Sweeney Todd kemur til Lundúna eftir 15 ára óréttmæta útlegð til að leita hefnda fyrir kúgun og niðurlægingu spilltra yfirvalda. Hann endurnýjar kynnin við fyrrum nágranna sinn, bökusölukonuna frú Lovett sem á litlu láni að fagna vegna hráefnisskorts í bökur sínar. Sweeney opnar rakarastofu fyrir ofan búð hennar en fæstir viðskiptavina hans eiga þaðan afturkvæmt! Um svipað leyti verður rífandi uppgangurí bökusölunni hjá frú Lovett, bökurnar verða þær vinsælustu í Lundúnum.

En hvaðan fær hún hráefnið?!!"

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.