LÚXEMBORG Fólk kom víða að á þorrablótið m 240 manns voru saman komnir á þorrablóti sem haldið var á vegum Félags Íslendinga í Lúxemborg 4. febrúar sl.

LÚXEMBORG Fólk kom víða að á þorrablótið m 240 manns voru saman komnir á þorrablóti sem haldið var á vegum Félags Íslendinga í Lúxemborg 4. febrúar sl. Þar af nýttu tæplega 40 manns sér tilboð um sérstakan helgarpakka, sem félagið og Flugleiðir buðu upp á. Var þetta í fyrsta skipti sem boðið var upp á sérfargjöld af þessu tagi. Einnig komu Íslendingar úr nágrannalöndunum á eigin vegum til að eiga ánægjulegt kvöld með samlöndum sínum.

Matreiðslumennirnir Sigurður Sumarliðason og Gísli Örn Kærnested ásamt aðstoðarfólki fluttu matinn með sér frá Íslandi og sáu um að framreiða eftir kúnstarinnar reglum. Að borðhaldi loknu sýndi leikklúbburinn Spuni frumsamið leikrit Syndin er sæt í leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur. Þá sungu gestir gamalkunna slagara undir stjórn Sigurðar Sumarliðasonar, Hermanns Braga Reynissonar og Dúfu Ólafsdóttur, sem jafnframt spiluðu á hljóðfæri. Hljómsveit Stefáns Pé léki fyrir dansi fram eftir nóttu.

Morgunblaðið/Sigurður Lárusson

Kokkurinn Sigurður Sumarliðason, Hermann Bragi Reynisson formaður FÍL og Dúfa Ólafsdóttir spiluðu á hljóðfæri.

Nokkrar úr leikhópnum, f.v. Ásdís Sveinsdóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir, Sigrún Ingvarsson og Edda Skagfjörð Árnadóttir.