30. janúar 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Rakel samdi við Brøndby

Fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila með félaginu

Utan Rakel Hönnudóttir er á leið til Brøndby.
Utan Rakel Hönnudóttir er á leið til Brøndby. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
RAKEL Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Þór/KA, ákvað í gærkvöldi að taka tilboði dönsku meistaranna í Brøndby um að leika með þeim til vorsins.
RAKEL Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Þór/KA, ákvað í gærkvöldi að taka tilboði dönsku meistaranna í Brøndby um að leika með þeim til vorsins.

Rakel fer til félagsins á morgun og verður þar í láni þar til Íslandsmótið hefst um miðjan maí en þá snýr hún heim og leikur sem fyrr með Þór/KA í sumar. Koma Rakelar til Brøndby er söguleg fyrir dönsku meistarana því hún verður fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila með félaginu, sem hefur einokað danska meistaratitilinn undanfarin ár. | Íþróttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.