31. janúar 2009 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Brynjar er kominn heim

*Enn styrkist vaskur hópur toppliðs KR

Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson
„VIÐ tökum vel á móti uppöldum KR-ingum þegar þeir ákveða að snúa heim á nýjan leik og lítum á það sem viðurkenningu fyrir unglingastarfið hjá félaginu,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik, sem...
„VIÐ tökum vel á móti uppöldum KR-ingum þegar þeir ákveða að snúa heim á nýjan leik og lítum á það sem viðurkenningu fyrir unglingastarfið hjá félaginu,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik, sem styrktist enn frekar í gær þegar Brynjar Þór Björnsson ákvað að ganga til liðs við félagið á nýjan leik eftir að hafa verið við nám í Francis Marion-háskólanum í Bandaríkjunum frá því í haust. „Ég þekki ekki ástæður þess að hann ákvað að snúa heim,“ sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi hvar hann var á leið úr Stykkishólmi eftir viðureign KR og Snæfells þar sem lærisveinar Benedikts unnu sinn 15. leik á keppnistímabilinu í Iceland Express-deildinni.

Brynjar Þór er alinn upp hjá KR. Hann er tvítugur og kom inn í meistaraflokkslið KR fyrir tæpum fimm árum. Þær fjórar leiktíðir sem Brynjar Þór lék með félaginu áður en hann hélt til Bandaríkjanna gerði hann að jafnaði 10 stig í leik.

Ljóst er að koma Brynjars Þórs styrkir enn hið feikisterka lið KR sem ekki hefur tapað leik í vetur, hvorki í deildinni né í bikarkeppninni, og eykur um leið breidd leikmannahópsins verulega.

iben@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.