— Reuters
Airbus A330 flug-vél flug-félagsins Air France, sem hvarf yfir Atlantshafi síðastliðinn mánudag, fór yfir þekkt óveðurs-svæði nálægt mið-baug þar sem vindar frá norður- og suður-hveli jarðar mætast.

Airbus A330 flug-vél flug-félagsins Air France, sem hvarf yfir Atlantshafi síðastliðinn mánudag, fór yfir þekkt óveðurs-svæði nálægt mið-baug þar sem vindar frá norður- og suður-hveli jarðar mætast.

Flug-vélin lenti í ókyrrð um fjórum stundum eftir að hún fór frá Rio de Janiero í Brasilíu. 14 mínútum síðar sendi vélin frá sér sjálf-virk boð um bilun í raf-kerfi. Air France segir lík-legt að flug-vélin hafi orðið fyrir eldingu.

Brasilíski flug-herinn hefur fundið brak á floti í Atlants-hafinu úti fyrir norð-austur-strönd Brasilíu.

Sam-kvæmt upp-lýsingum brasilíska flug-hersins er brakið á um 5 km svæði. Þar hefur m.a. sést 7 metra málmbútur og um 20 km olíu-brák.

Talið er að flak flug-vélarinnar geti legið á allt að 3,700 metra dýpi. Miklir haf-straumar eru á þessu svæði og að-stæður neðan-sjávar mjög erfiðar.

228 manns voru um borð í vélinni, þar á meðal var einn Íslendingur. Hann hét Helge Gustafsson, fæddur árið 1964. Helge var bú-settur í Björgvin í Noregi um ára-tuga-skeið en er íslenskur ríkis-borgari. Hann bjó síðastliðin fimm ár í Brasilíu, þar sem hann á eigin-konu og eitt barn. Fyrir átti hann tvö börn í Noregi.

Helge starfaði hjá fyrirtækinu FMC Technologies og var á leiðinni frá Rio de Janiero til Angóla þar sem hann átti að stýra verk-efnum á vegum fyrir-tækisins.