— Morgunblaðið/Golli
HÁTÍÐ hafsins hófst í 11. sinn í Reykjavík í gær í tilefni af sjómannadeginum og dagskráin er vegleg að vanda.

HÁTÍÐ hafsins hófst í 11. sinn í Reykjavík í gær í tilefni af sjómannadeginum og dagskráin er vegleg að vanda. Margir lögðu leið sína á Bótarbryggju þar sem til sýnis voru allir helstu nytjafiskar við Ísland auk fjölmargra sjaldgæfra fisktegunda sem finnast í úthafinu. Þessi ungi maður gaf karfanum sérstakan gaum í karinu. haa@mbl.is