— Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINAR Ólafsson var barnastjarna og viðurnefnið sem hann fékk, „Einar áttavillti“, eftir slagaranum kunna, Þú vilt ganga þinn veg, átti hreint ekki illa við. Það tók Einar nefnilega þrjá áratugi að gera upp við þetta skeið í lífi sínu.
EINAR Ólafsson var barnastjarna og viðurnefnið sem hann fékk, „Einar áttavillti“, eftir slagaranum kunna, Þú vilt ganga þinn veg, átti hreint ekki illa við. Það tók Einar nefnilega þrjá áratugi að gera upp við þetta skeið í lífi sínu. Á þessu tímabili leið honum oft illa. Vatnaskil urðu þegar hann fór á samkomu hjá Krossinum árið 2000 en allar götur síðan hefur Einar gengið með Guði. Nú eru heilbrigði og lífsgleði í fyrirrúmi, auk þess sem Einar er með ólæknandi veiðidellu. Hann hefur fyrirgefið því fólki sem lagði hann í einelti. | 12