Slæm tromplega.
Norður | |
♠8643 | |
♥– | |
♦K10952 | |
♣Á876 |
Vestur | Austur |
♠– | ♠DG10 |
♥K1097652 | ♥D84 |
♦G7 | ♦D43 |
♣DG92 | ♣K1053 |
Suður | |
♠ÁK9752 | |
♥ÁG3 | |
♦Á86 | |
♣4 |
Slemman er borðleggjandi í 2-1 tromplegu (78%), en hér á austur öruggan trompslag og því þarf einhvern veginn að komast hjá því að gefa slag á tígul. Er það hægt? Útspilið er ♣D.
Kit Woolsey var í sagnhafasætinu og fann lausnina við borðið. Þegar spaðalegan kom í ljós í slag tvö, hreinsaði Woolsey upp hjarta og lauf með víxltrompun. Sendi loks austur inn á tromp og lét hann hreyfa tígulinn í þriggja spila endastöðu. Líkurnar eru mestar á skiptum mannspilum, svo það er einfalt mál að verka tígulinn tapslagalaust – jafnvel þótt austur spili ♦D.
Legan í hliðarlitunum er vissulega heppileg, en það kom Woolsey ekkert á óvart. Vestur hafði hindrað í hjarta og þegar laufið reyndist falla 4-4 lá tígulstaðan ljós fyrir.