Hreinn Halldórsson
Hreinn Halldórsson
Eftir Hrein Hreinsson: "Eru geymdar skatttekjur ríkissjóðs lausnin? Af hverju er engin umræða um þær?"

ÞAÐ er skoðun mín að grynnka mætti verulega á peningavandræðum þjóðarinnar með því að nýta geymdar skatttekjur ríkissjóðs í séreignarsparnaði. Ég hef ekki heyrt þá hugmynd að taka skattpeningana út úr séreignarsparnaði.

Hugmynd mín er sú að ríkisstjórnin breyti lögum þannig að hún geti tekið út skatt af séreignarsparnaði sem liggur inni hjá lífeyrissjóðum og staðgreiðsla skatta af séreignarsparnaði verði tekin upp.

T.d. er hægt að ákveða að staðan á séreignarreikningum verði tekin um áramót og skatturinn greiddur þá strax. Þá fær ríkissjóður væntanlega nokkra tugi milljarða. Síðan er staðgreiðsla tekin af séreignarsparnaði svo skatttekjur hvers mánaðar aukast þó nokkuð. Að lokum greiðum við fjármagnstekjuskatt af vöxtum séreignarsparnaðar eins og er um venjulegar innistæður.

Þarna er hægt að ná í verulegar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að það komi niður á nokkrum manni.

Eflaust er hægt að útfæra þetta á margan hátt en þarna er um töluverðar fjárhæðir að ræða.

Mér er spurn, af hverju hefur engin umræða farið fram um þetta?

Það eina sem ég hef heyrt minnst á er að fólk taki út séreignarsparnaðinn. Þess gerist ekki þörf ef þessi leið er farin. Það er betra að nýta þetta fé strax og koma okkur áleiðis út úr vandanum.

Fjármálaráðherra: Verður þetta ekki komið í lög í næstu viku?

Höfundur er gagnasafnsstjóri hjá Skýrr.