Sprengjuhöllin Halda uppi góðu stuði.
Sprengjuhöllin Halda uppi góðu stuði. — Morgunblaðið/Valdís Thor
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SVEITABALLAHLJÓMSVEITIN sívinsæla SSSól, með Helga Björnsson í fararbroddi, ætlar að slá upp risasveitaballi í Offiseraklúbbnum með Sprengjuhöllinni næstkomandi laugardag.

SVEITABALLAHLJÓMSVEITIN sívinsæla SSSól, með Helga Björnsson í fararbroddi, ætlar að slá upp risasveitaballi í Offiseraklúbbnum með Sprengjuhöllinni næstkomandi laugardag.

Helgi rekur leikhús í Berlín og á liðnum vetri léku drengirnir í Sprengjuhöllinni hjá Helga og nú hafa þeir félagar ákveðið í sameiningu að bjóða Íslendingum upp á eitt gott ball.

Ballið fer fram á gömlu herstöðinni í Keflavík laugardaginn 13. júní eins og áður segir. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 23, sem ætti að skila Reykvíkingum í Offiseraklúbbinn í tæka tíð fyrir fyrsta band á svið.

Það er yfirlýst stefna Einars Bárðarsonar, herforingja í Offiseraklúbbnum, að nota sumarið í sumar til að endurvekja alvöru sveitaböll og því spennandi að fylgjast með hvaða hljómsveitakokteil hann býður upp á næst.