Steinn Hlöðver Gunnarsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. maí 2009 og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 5. júní.

Margar af mínum minningum úr barnæsku tengjast Steina og fjölskyldu og þá ekki síst ógleymanlegar ferðir vinafjölskyldnanna í Húsafell. Þar áttum við saman góðar stundir og kemur sá staður alltaf til með að minna á þennan fallega og góða mann. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hann aftur og veit ég að söknuður vinanna er mikill.

Elsku Björk, Gunnar, Ragnar og Guðmundur Steinn, hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

Árdís Hulda Stefánsdóttir.