"Notað og nýtt með kaffinu" hjá Halaleikhópnum HALALEIKHÓPURINN var stofnaður á haustdögum 1992 með það að markmiði að iðka leiklist fyrir alla, hvort sem menn byggju við einhverja hömlun eða ekki.

"Notað og nýtt með kaffinu" hjá Halaleikhópnum

HALALEIKHÓPURINN var stofnaður á haustdögum 1992 með það að markmiði að iðka leiklist fyrir alla, hvort sem menn byggju við einhverja hömlun eða ekki. Fyrsta verkefnið var leiklistarnámskeið og þar æfðir nokkrir stuttur gamanþættir. Strax á eftir var ráðist í að setja upp Aurasálina eftir Moliere. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur leyft hópnum að innrétta sér aðstöðu í kjallaranum í Hátúni 12. Þessi aðstaða leikhópsins er kölluð Halinn. Þar var frumsýnt í fyrra leikritið Rómeó og Ingibjörg sem var samið sérstaklega fyrir hópinn.

Frá áramótum hefur hópurinn unnið að litlum þætti undir leikstjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur, sem sýndur var í Gerðubergi í tengslum við málþing vegna stofnunfar samtaka um listsköpun fatlaðra. Nú eru 20 leikendur í sýningunni Ævintýri á gönguför í Þórsmörk eftir Guðrúnu og leikhópinn með leikatriðum og söngvum úr 1. þætti Ævintýrs á gönguför eftir Hostrup. Þátturinn er um 35 mínútur í flutningi, en bætt er við ljóðalestri og smá sprelli.

Sýningin hefur fengið nafnið Notað og nýtt með kaffinu og sitja áhorfendur við borð og geta notið kaffiveitinga. Verkstjórn og samhæfingu annaðist Guðmundur Magnússon.

Sýningar verða föstudaginn 11. mars kl. 20.30 og laugardag 12. mars kl. 16. í Halanum, Hátúni 12. Miðar eru seldir við innganginn.