Maverick endurborinn f öllum þeim bandarísku sjónvarpsvestrum sem gerðir voru á sjöunda áratugnum, allt frá "Gunsmoke" til "Bonanza" og "Wanted: Dead or Alive", hefur aðeins Maverick með James Garner orðið að bíómynd.

Maverick endurborinn f öllum þeim bandarísku sjónvarpsvestrum sem gerðir voru á sjöunda áratugnum, allt frá "Gunsmoke" til "Bonanza" og "Wanted: Dead or Alive", hefur aðeins Maverick með James Garner orðið að bíómynd. Má það nokkurri furðu sæta í því endurgerðar- og stælingarfári sem ríður húsum í Hollywood þessi árin.

Tökur standa nú yfir á Maverick með Mel Gibson í titilhlutverkinu, Garner í aukahlutverki og Jodie Foster í aðalkvenhlutverkinu undir leikstjórn hasarmyndastjórans Richard Donners ("Lethal Weapon"-myndirnar). Persónur Gibsons og Foster eiga að standa í einhverskonar ástarsambandi en "þær eru svo vondar og illgjarnar að það var varla hægt að koma amorsandanum fyrir," segir Foster.

"Hann er alltaf að reyna að fá fólk til að, þú veist, veita sér athygli," segir Forster um mótleikarann Gibson. "Það er eins og hann hafi persónuleikaeinkenni einhvers sem er verulega smávaxinn, alls ekkert sætur og vel gefinn."

Linda Hunt leikur einnig í myndinni, snákatemjara, en snákahrekkir voru bannaðir á tökustað án þess að væri farið mikið eftir því. "Við misstum þrjá menn," segir leikstjórinn Donner, "en ég vissi ekki hverjir það voru og það skipti ekki máli. Þeir voru leikarar."

Frægur sjónvarpsvestri; Gibson og Garner í Maverick.