Nokkuð var um útköll lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt vegna hávaða og kvartað var undan hávaða frá hraðakstri á Grandanum.
Nokkuð var um útköll lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt vegna hávaða og kvartað var undan hávaða frá hraðakstri á Grandanum. Þá hafði lögreglan afskipti af unglingum sem neyttu áfengis í miðborg Reykjavíkur og einnig ungmennum sem gátu ekki framvísað skilríkjum á veitingastöðum. Verkefni næturinnar voru hefðbundin að sögn lögreglu en hún þurfti í nokkrum tilfellum að skakka leikinn vegna átaka milli manna.