ALGENGAST er að börn hafi verið níu til tíu ára þegar þau eignuðust fyrsta farsímann, samkvæmt svörum þeirra sjálfra, en tíu til tólf ára samkvæmt svörum foreldra. Börn eignast sinn fyrsta farsíma sífellt fyrr.

ALGENGAST er að börn hafi verið níu til tíu ára þegar þau eignuðust fyrsta farsímann, samkvæmt svörum þeirra sjálfra, en tíu til tólf ára samkvæmt svörum foreldra.

Börn eignast sinn fyrsta farsíma sífellt fyrr. Það kemur fram í könnun sem gerð var fyrir SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga. Mikil breyting hefur orðið á þessu frá sams konar könnun sem gerð var fyrir tveimur árum.

Tæplega 5% barna segjast hafa verið yngri en sex ára þegar þau eignuðust sinn fyrsta farsíma. Raunar er fátítt að foreldrar viðurkenni að svo hafi verið. Flest börn eyða undir 1.000 krónum á mánuði í farsímanotkun.