— Morgunblaðið/Júlíus
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á laugardag för útlendings, sem fór um Leifsstöð, eftir að í fórum hans fannst hálft kíló af kókaíni. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum mbl.

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á laugardag för útlendings, sem fór um Leifsstöð, eftir að í fórum hans fannst hálft kíló af kókaíni.

Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Samkvæmt heimildum mbl.is var um Rúmena að ræða. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember næstkomandi.