SAMAN-hópurinn, samstarfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna á 10 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var ákveðið öll börn í 5.

SAMAN-hópurinn, samstarfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna á 10 ára afmæli um þessar mundir.

Af því tilefni var ákveðið öll börn í 5. bekk í grunnskólum landsins fái veglega gjöf frá Samanhópnum og verður hún afhent núna fyrir jólin. Gjöfin er spilastokkur sem börnin fá afhentan í sínum skóla en á spilunum eru skilaboð þar sem áhersla er lögð á gildi samverustunda fjölskyldunnar. Vill hópurinn með því hvetja fjölskylduna til að verja sem mestum tíma saman.

„Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að samvera foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að börn og unglingar neyti vímuefna. Því meiri tíma sem börn og unglingar verja með fjölskyldu sinni því minni líkur eru á því að þau neyti vímuefna. Því er óhætt að segja að samvera með börnunum sínum sé besta forvörnin.“ segir í tilkynningu frá hópnum.

Þessar samverustundir geti orðið að ógleymanlegri og dýrmætri stund. Því eru fjölskyldur hvattar til að verja sem mestum tíma saman og sérstaklega á hátíð ljóss og friðar sem senn gengur í garð.