VINSTRI grænir í Reykjavík efna til forvals fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það verður haldið 6. febrúar n.k. í samræmi við reglur sem samþykktar hafa verið.

VINSTRI grænir í Reykjavík efna til forvals fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það verður haldið 6. febrúar n.k. í samræmi við reglur sem samþykktar hafa verið.

Valið verður í sex efstu sæti framboðslistans og verður jafn hlutur kvenna tryggður við endanlega uppröðun ef þörf krefur. Framboðsfrestur rennur út 16. janúar. Jafnframt er félagsmönnum heimilt að koma með ábendingar um frambjóðendur til 9. janúar.

Framboðum og ábendingum skal komið á netfang kjörstjórnar: forval.reykjavik@vg.is