Þrjár svíningar. Norður &spade;K62 &heart;ÁD54 ⋄Á43 &klubs;K86 Vestur Austur &spade;G1093 &spade;D8754 &heart;8 &heart;K2 ⋄K875 ⋄1096 &klubs;9743 &klubs;D52 Suður &spade;Á &heart;G109763 ⋄DG2 &klubs;ÁG10 Suður spilar 6&heart;.

Þrjár svíningar.

Norður
K62
ÁD54
Á43
K86
Vestur Austur
G1093 D8754
8 K2
K875 1096
9743 D52
Suður
Á
G109763
DG2
ÁG10
Suður spilar 6.

Spaðagosinn kemur út og sagnhafi horfir fram á þrjár svíningar – í trompi, tígli og laufi. Alla vega tvær virðast þurfa að heppnast. Hverjar eru líkurnar á því?

Líkja má svíningum við krónukast. Sé kastað þrisvar upp eru mögulegar útkomur: (1) bergrisi, bergrisi, bergrisi; (2) bergrisi, bergrisi, þorskur; (3) bergrisi, þorskur, þorskur; (4) þorskur, þorskur, þorskur. Líkur á tveimur eða þremur risum eru því 50%. Og hið sama gildir um svíningar.

Nokkuð gott, en sagnhafi getur gert betur. Hann á að byrja á tígulsvíningunni. Þegar hún heppnast er best að taka Á, henda tígli í K, trompa út tígul og spaða, senda loks vörnina loks inn á K. Svíningin í laufi er þá óþörf, því austur verður að spila spaða í tvöfalda eyðu eða finna D.