— Morgunblaðið/Kristinn
MIKILVÆGUR áfangi í átt að endanlegu samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Byrs sparisjóðs náðist í fyrradag, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.

MIKILVÆGUR áfangi í átt að endanlegu samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Byrs sparisjóðs náðist í fyrradag, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Fulltrúar ráðuneytisins ræddu við stjórnendur Byrs og kröfuhafa sjóðsins um forsendur fyrir því að ríkið leggi nýtt stofnfé í Byr vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar hans.

Viðræðum við sparisjóðinn og kröfuhafa hans um endanlega útfærslu verður fram haldið í upphafi næsta árs, en samkomulagið mun fela í sér að ríkið leggi sparisjóðnum til nýtt stofnfé og að kröfuhafar afskrifi hluta krafna sinna á Byr. Ekki er hins vegar ljóst hve hátt stofnfjárframlagið verður eða hve stór hluti krafnanna verður afskrifaður.

Markmið lausnarinnar er að sjóðurinn geti starfað áfram í óbreyttri mynd. Niðurstöðu varðandi aðra sparisjóði er að vænta á næstunni.