[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
16. desember 1879 Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára, aðeins níu dögum eftir að Jón lést. Þau voru jarðsungin í Reykjavík 4. maí 1880. 16.

16. desember 1879

Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára, aðeins níu dögum eftir að Jón lést. Þau voru jarðsungin í Reykjavík 4. maí 1880.

16. desember 1916

Átta þingmenn, aðallega úr hópi bænda, stofnuðu Framsóknarflokkinn. Fyrsti formaður hans var Ólafur Briem.

16. desember 1922

„Nonni, brot úr æskusögu Íslendings“ eftir Jón Sveinsson kom út í þýðingu Freysteins Gunnarssonar, níu árum eftir útgáfu bókarinnar í Þýskalandi. Þetta var upphaf ritsafns Nonna.

16. desember 1967

Hafin var sala á mjólk í fernum. Áður voru hyrnur og flöskur helstu umbúðirnar og höfðu tekið við af mjólkurbrúsum.

16. desember 1993

Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést, 97 ára. Hann stofnaði verslun á Eyrarbakka árið 1917 og rak hana til dauðadags eða í 76 ár, öllum öðrum lengur hérlendis.

16. desember 2008

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda framan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu áður en ríkisstjórnarfundur hófst þar. Ráðherrarnir fóru flestir inn um bakdyr.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.