Bræðravíg Þessi mynd af Oasis er víst orðin ónothæf.
Bræðravíg Þessi mynd af Oasis er víst orðin ónothæf. — Reuters
ÞAÐ á ekki af þeim Gallagherbræðrum að ganga. Síðasta rifrildi bræðranna varð til þess að Noel gekk úr sveitinni – fyrir fullt og fast. Hann hefur svo komið flestum að óvörum með því að neita að grafa stríðsöxina, eins og venja hefur verið.

ÞAÐ á ekki af þeim Gallagherbræðrum að ganga. Síðasta rifrildi bræðranna varð til þess að Noel gekk úr sveitinni – fyrir fullt og fast. Hann hefur svo komið flestum að óvörum með því að neita að grafa stríðsöxina, eins og venja hefur verið. Liam litli lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og ætlar að keyra sveitina áfram án Noels og í gær var tilkynnt um nýja breiðskífu, sem á að koma út næsta sumar.

„Platan á að koma út í júlí,“ er haft eftir kokhraustum söngvaranum. „Við erum þegar búnir að klára þrjú lög og þau eru algerlega stórkostleg.“ Þeir Andy Bell og Gem Archer, bassa- og gítarleikari, eru enn í bandinu og þá hafa trymbillinn Chris Sharrock og hljómborðsleikarinn Jay Darlington verið ráðnir sem fullgildir meðlimir.