Goðsögn Rúnar Júlíusson.
Goðsögn Rúnar Júlíusson.
HÚN er mikil og rík, arfleifð rokkarans Rúnars Júlíussonar, en hann lést sem kunnugt er á síðasta ári.
HÚN er mikil og rík, arfleifð rokkarans Rúnars Júlíussonar, en hann lést sem kunnugt er á síðasta ári. Minningarnar um þennan mikla tónlistarmann lifa góðu lífi í hjarta þeirra sem voru honum nákomnir og þannig hafa synir hans verið eljusamir við að halda nafni hans á loft með margháttaðri starfsemi. Fyrir þessi jól koma út tveir tvöfaldir hljómdiskar sem tengjast Rúnari, annar þeirra inniheldur upptökur frá minningartónleikum sem haldnir voru 2. maí í ár en hinn er safndiskur með listamönnum sem gefið hafa út á vegum Geimsteins, útgáfunnar sem Rúnar stofnsetti fyrir rúmum 33 árum. Þá er komin út ljósmyndabók sem ber heitið Dagur með Rúnari – laugardagur 30. ágúst 2008 , sem inniheldur ljósmyndir eftir Þorfinn Sigurgeirsson af Rúnari á heimaslóðum. | 36