Búið að velja Leikskólabörn í Hafnarfirði með tré fyrir skólann sinn.
Búið að velja Leikskólabörn í Hafnarfirði með tré fyrir skólann sinn. — Morgunblaðið/Heiddi
EINS og undanfarin ár stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir jólatrésölu í bækistöðvum félagsins við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, skammt frá hestaleigu Íshesta. Jólatrésalan verður opinn föstudag, laugardag og sunnudag nk. kl. 10-18 alla dagana.

EINS og undanfarin ár stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir jólatrésölu í bækistöðvum félagsins við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, skammt frá hestaleigu Íshesta. Jólatrésalan verður opinn föstudag, laugardag og sunnudag nk. kl. 10-18 alla dagana.

Félagið býður upp á íslenska nýhöggna stafafuru og rauðgreni. Einnig er í boði greinar, könglar, leiðisskreytingar, hurðakransar, jólavendi og fleira sem allt er gert úr efni sem sótt er í skóginn.

Til að tryggja að rauðgreni endist sem best inni í stofu er gott ráð að saga aðeins neðan af trénu og jafnvel að tálga aðeins af neðsta hluta stofnsins, stinga síðan endanum í sjóðandi heitt vatn í 20-30 sekúndur og setja síðan tréð í jólatrésfót og fylla hann af vatni. Bæta þarf vatni í fótinn minnst daglega.