— Morgunblaðið/Golli
MÓTMÆLT var í fyrsta sinn í gær fyrir utan fyrirtæki sem veitt hafa bílalán. Bíleigendur mættu á bílum sínum og flautuðu í þrjár mínútur.

MÓTMÆLT var í fyrsta sinn í gær fyrir utan fyrirtæki sem veitt hafa bílalán. Bíleigendur mættu á bílum sínum og flautuðu í þrjár mínútur.

Stefnt er að samsvarandi mótmælum alla þriðjudaga í vetur eða þar til réttlátum leiðréttingum vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga gagnvart lántakendum verður mætt, eins og segir í fréttatilkynningu. Samtökin Nýtt Ísland skipuleggja þessi mótmæli sem verða friðsamleg.