Björn fæddist á Raufarhöfn 6. apríl 1927 og ólst þar upp. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. janúar 2010. Foreldrar hans voru hjónin Önundur Magnússon, f. 6.6. 1879, d. 2.9. 1945, bóndi í Kumblavík í Sauðaneshreppi, síðar verkamaður og sjómaður á Þórshöfn og Raufarhöfn, og Jóhanna Stefánsdóttir, f. 19.12. 1889, d. 14.3. 1977, húsmóðir og verkakona á Raufarhöfn. Björn átti hálfsystkini, samfeðra, sem eru öll látin. Þau voru Kristján, f. 1901, d. 1945; Lúðvík, f. 1904, d. 1995; Björn, f. 1907, lést á barnsaldri; Helga, f. 1910, d. 1945; Rósa Anna, f. 1911, d. 1945; Ólöf Guðrún, f. 1916, d. 2002. Björn lauk stúdentsprófi frá MA 1948, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1957 og öðlaðist almennt lækningaleyfi 1958, varð viðurkenndur sérfræðingur í heimilislækningum 1974 og viðurkenndur sérfræðingur í embættislækningum 1974. Hann sótti námskeið við lyflækningadeild Hammersmith Hospital, Postgraduate Medical School of London 1965 og kynnti sér auk þess matvælaeftirlit og fleiri þætti heilbrigðiseftirlits, fór námsferð til Kanada og Bandaríkjanna 1973 og ferð til Noregs og Svíþjóðar 1975 til að kynna sér starfsemi tryggingastofnana. Björn var héraðslæknir í Flateyrarhéraði 1958-64, starfandi læknir í Reykjavík 1964-65 og 1967-74, aðstoðarborgarlæknir 1965-66 og tryggingayfirlæknir 1975-93. Eftir að Björn lét af störfum sem tryggingayfirlæknir var hann staðgengill heilsugæslulækna víða um land um tíu ára skeið. Björn var skólalæknir við Kennaraskóla Íslands og Réttarholtsskólann í Reykjavík, stundakennari við Húsmæðrakennaraskóla Íslands og prófdómari í heilsufræði við Kennaraskóla Íslands. Björn átti sæti í ýmsum ráðum, stjórnum og nefndum, s.s. Læknaráði Íslands, samninganefndum Tryggingastofnunar ríkisins, slysavarnaráði Íslands og Landakotsspítala svo fátt eitt sé nefnt. Björn kvæntist 6.11. 1949 Sigríði Sigurjónsdóttur, f. 16.10. 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson, f. 1907, d. 1992, hafnarstarfsmaður í Reykjavík, og k.h. Elínborg Tómasdóttir, f. 1906, d. 1995, bóndi og húsmóðir á Seljalandi í Reykjavík. Börn Björns og Sigríðar eru:1) Önundur Sigurjón, f. 15.7. 1950, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, var kvæntur Gígju Hermannsdóttur íþróttakennara sem er látin. Þau skildu 1992. Eiginkona Önundar er Harpa Viðarsdóttir, lyfjafræðingur, og eru börn þeirra: Elínborg Harpa, f. 1993, Björn Heimir, f. 1996, og Viðar Gauti, f. 1997. Áður átti Önundur Sigríði, f. 1969, og Eirík Sverri, f. 1974. 2) Elínborg Jóhanna, f. 26.2. 1954, d. 11.1. 2006, lögmaður í Reykjavík, var gift Arnari Haukssyni lækni og eru börn þeirra: Björn Önundur, f. 1981, Sigríður Ösp, f. 1983, Haukur Júlíus, f. 1989, og Arnar Vilhjálmur, f. 1993. 3) Sigurjón, f. 2.10. 1955, viðskiptafræðingur í Reykjavík, og eru börn hans: Sigríður, f. 1983, Jóhann Hrafn, f. 1997, og Juri Sampieri, f. 1998. 4) Jóhanna, f. 5.5. 1960, flugfreyja í Reykjavík, gift Gísla Gíslasyni hdl. og eru börn þeirra: Birna, f. 1980, Inga Hanna, f. 1985, Lúðvík, f. 1992, Sigurjón, f. 1996, og Gísli, f. 2002. 5) Björn Sveinn, f. 3.6. 1966, fyrrv. sóknarprestur á Útskálum, nú í sálfræðinámi í Bandaríkjunum, kvæntur Susönnu Lind Björnsson, hárgreiðslukonu, og eru börn þeirra Hanna Sóley, f. 1994, Björn Douglas, f. 1996, og Bríet Elínborg, f. 2000. 6) Tómas, f. 5.1. 1969, iðnrekstrarfræðingur í Reykjavík, en dóttir hans er Sylvía Guðrún, f. 1996. Björn og Sigríður hófu búskap sinn í skjóli foreldra Sigríðar á Seljalandi í Reykjavík og bjuggu þar meðan hann var í námi. Þar fæddust þeim fyrstu þrjú börnin. Þegar Björn hafði lokið námi sínu og nauðsynlegri þjálfun á sjúkrastofnunum í Reykjavík fluttu þau til Flateyrar hvar hann tók við embætti héraðslæknis. Meðan þau dvöldu þar vestra reistu þau sér hús í Reykjavík, í Brekkugerði 9, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, eða þar til þau festu kaup á hentugra húsnæði í Garðabæ árið 2008. Árið 1966 reistu þau sér sumarbústað við Meðalfellsvatn í Kjós þar sem þau dvöldu með börn sín þegar færi gafst. Björn og Sigríður voru alla tíð afar samhent hjón og lögðu metnað sinn í að koma börnum sínum sex til manns og mennta. Útför Björns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 21. janúar, og hefst athöfnin kl. 11

Hinsta kveðja

Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)

Takk fyrir samfylgdina.

Elinóra Inga Sigurðardóttir og Júlíus Valsson.