ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætla að greiða Rúmenum út lán upp á 2,3 milljarða evra vegna bágs efnahagsástands í landinu. Fyrir tveimur vikum samþykkti rúmenska þingið fjárlög sem miða að stórfelldum niðurskurði á árinu.
ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætla að greiða Rúmenum út lán upp á 2,3 milljarða evra vegna bágs efnahagsástands í landinu. Fyrir tveimur vikum samþykkti rúmenska þingið fjárlög sem miða að stórfelldum niðurskurði á árinu. Á blaðamannafundi AGS á föstudag voru starfsmenn sjóðsins spurðir út í hvenær Ísland fengi næstu greiðslu frá sjóðnum en ekkert svar fékkst.