Boyle Við heimili sitt í Blackburn.
Boyle Við heimili sitt í Blackburn. — Reuters
SÖNGDÍVAN Susan Boyle kom að þjófi á heimili sínu í Blackburn í Skotlandi í fyrrakvöld, nýkomin heim frá Lundúnum. Þjófurinn brunaði út úr húsinu þegar hann varð Boyle var, að því er fram kemur á vef BBC.

SÖNGDÍVAN Susan Boyle kom að þjófi á heimili sínu í Blackburn í Skotlandi í fyrrakvöld, nýkomin heim frá Lundúnum. Þjófurinn brunaði út úr húsinu þegar hann varð Boyle var, að því er fram kemur á vef BBC.

Boyle brá mjög við þennan óvelkomna gest en mun vera búin að jafna sig. Nokkru síðar var táningur nokkur handtekinn, grunaður um innbrotið, en sleppt nokkru síðar. Lögreglan rannsakar nú málið.

Innbrotsþjófurinn mun hafa verið hvítur á hörund, 15 eða 16 ára gamall og grannvaxinn. Boyle hafði verið í Lundúnum að beiðni Simons Cowells, hæfileikaþáttardómara og tónlistarútgefanda, að taka upp lag til styrktar Haítíbúum.