Rósa María Sigurgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1928. Hún lést miðvikudaginn 13. janúar sl. á Sjúkrahúsi Akraness. Foreldrar Rósu voru hjónin Sigurgeir Björnsson póstþjónn og símritari í Reykjavík, f. 25.10. 1899 á Gafli í Flóa, d. 18.11. 1943, og Fanney Jónsdóttir húsfreyja, f. 7.3. 1909 í Bræðraborg á Seyðisfirði, d. 26.10. 1943. Systkini Rósu eru Guðrún Guðlaug, f. 1926, Benný, f. 1929, d. 2008, Jónbjörn, f. 1931, d. 1951, Fanney, f. 1932, María, f. 1933, Friðgeir, f. 1935, Margrét, f. 1936, og Sigvaldi, f. 1939. Rósa giftist 26. september 1954 Þórði Jóhannssyni, f. 27.9. 1920, d. 6.1. 1993, bónda á Bakka í Melasveit en hann var sonur hjónanna Jóhanns Þórðarsonar f. 8.6. 1887, d. 28.4. 1953, og Sigríðar Sigurðardóttur, f. 17.5. 1886, d. 20.1. 1964, bænda í Efri-Hreppi og síðar á Bakka. Börn þeirra eru: Fanney Valdís Guðbjörnsdóttir, f. 30.12. 1950, gift Stefáni Jónasi Þorsteinssyni. Þeirra börn eru Þorsteinn Sævar, f. 1973, Valdís María, f. 1974, Helga Hallfríður, f. 1980. Fósturdætur Stefáns eru Sigríður Þórdís Reynisdóttir, f. 1968, og Rósa Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1971. Jóhann f. 2.7. 1954, kvæntur Sigrúnu Birnu Svavarsdóttur. Börn þeirra eru Unnur Svava, f. 1975, Þóra María, f. 1978, Ársæll Þór, f. 1982. Sigvaldi Geir, f. 10.11. 1955, kvæntur Guðbjörgu Sigurðardóttur, þau slitu samvistir. Þeirra börn eru Katrín Rós, f. 1979, Árni Geir, f. 1984. Fósturdóttir Sigvalda er Fjóla María Lárusdóttir, f. 1971. Sigvaldi er í sambúð með Valdísi Ragnheiði Jakobsdóttur. Sigurður Björn, f. 21.10. 1957, kvæntur Ástu Maríu Einarsdóttur. Þeirra börn eru Þórður Jóhann, f. 1980, Petrína Kristín, f. 1983, og Sigurrós Harpa, f. 1990. Sigurgeir, f. 17.1. 1963, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur. Þeirra börn eru Rósa María, f. 1989, og Kristján Valur, f. 1992. Afkomendur Rósu eru nú 41. Rósa María ólst upp á Hverfisgötu 83 í Reykjavík og síðar hjá fósturforeldrum sínum Sigvald Jónssyni og Maríu Jónsson á Njarðargötu 39 í Reykjavík. Árið 1952 fluttist Rósa að Bakka og átti þar heimili en síðustu æviárin dvaldi hún á Sjúkrahúsi Akraness. Ævistarf Rósu var helgað landbúnaðarstörfum og húsmóðurstarfi á sveitaheimili en hún stóð fyrir búrekstri á Bakka ásamt manni sínum Þórði Jóhannssyni og síðar í félagi við son þeirra, Sigvalda Þórðarson. Útför Rósu Maríu fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 23. janúar og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður á Leirá.

Kveðja til mömmu.

Í rökkvinu, það snjóar

kaldaflygsum hægt og hljóðlátt

þyrlast niður yfir minnigarnar

kyssa kalda jörðina mjúkt,

dæla sig yfir mig af söknuði og þrá.

Þar stend ég á hlaðinu horfandi á

móðir mína koma heim

til að kveðja.

Sigvaldi, Bakka.